lotasma.gif (3564 bytes) Mendeljev.gif (4281 bytes)

Dmítríj Ivanovítsj Mendelejev
(1834–1907)


Fæddur í Tobolsk í Síberíu.
Dáinn í St. Pétursborg.
Höfundur lotukerfisins.

Til baka á lotukerfið
Mendelejev var rússneskur efnafræðingur sem varð þekktastur fyrir að þróa lotukerfið sem er tafla yfir helstu eiginleika frumefnanna. Lotukerfið sýnir endurtekningar á eiginleikum efnanna þannig að þau mynda skyldleikalotur og sérstaka efnaflokka þegar þeim er raðað upp eftir atómmassanum. Mendelejev nam efnafræði við háskólann í St. Pétursborg í Rússlandi þar til árið 1859 þegar hann hóf nám við háskólann í Heidelberg. Þar kynntist hann ítalska efnafræðingnum Stanislao Cannizzaro sem hafði mikil áhrif á vísindalega hugsun hans. Mendelejev snéri aftur til St. Pétursborgar og starfaði sem efnafræðikennari, en síðar sem prófessor við háskólann þar. Hann varð mjög nafntogaður kennari og þar sem honum fannst lesefnið í efnafræði frekar rýrt, tók hann sig til og samdi nýja kennslubók sem gefin var út í tveimur bindum. Bók hans Lögmál efnafræðinnar var samin á árunum 1868 - 1870. Á sama tíma reyndi hann að flokka frumefnin eftir eiginleikum þeirra og árið 1869 setti hann fram fyrstu drög lotukerfisins. Hann skildi eftir eyður fyrir þau efni sem voru ófundin og hafa spár hans staðist mjög vel.