In
49 |
Efnið er það 63. í röðinni á efnum í jarðskorpunni. Efnið finnst ekki hreint en helst í súlfíðinu In2S3, sem finnst í sink-, tin-, járn- og volframmálmgrýti. Efnið er notað í stýristengur í kjarnaofnum og sérstök indínsambönd eru notuð sem hálfleiðarar. Til eru indínrafhlöður sem eru notaðar í örsmá tæki. Lím til að líma hluti við gler hefur verið búið til úr indínsamböndum. | |
Fróðleiksmoli: Við lofttæmi verður til algjört tóm. Þ.e.a.s. þar finnst hvorki gas, vökvi né fast efni. |
Atómmassinn er 114,82 | |
Eðlismassinn er 7,31 g/cm3 | ||
Fast efni við staðalaðstæður | ||
Rafeindahýsing [ Kr ] 4d10 5s2 5p1 |
Suðumarkið er 2345 K | |
Bræðslumarkið er 429,75 K | ||
Uppgötvað af Ferdinand Reich og H. T. Richter í Þýskalandi 1863. | Myndar súr og mjög basísk oxíð | |
Til baka á lotukerfið |