lotasma.gif (3564 bytes)

He 2
Helín

Helín dregur nafn sitt af gríska orðinu yfir sól og mætti því kallast sólarefnið á íslensku. Þetta er eðallofttegund og er í dag aðallega framleitt úr jarðgasi. Helín hefur lægst suðumark allra efna, eða um 4K frá alkuli. Fljótandi helín hefur þann eiginleika að geta flætt á móti þyngdaraflinu og eru vísindamenn nú sífellt að gera tilraunir með notagildi þess í því sambandi. Þessi eiginleiki nefnist ofurstreymi.
Fróðleiksmoli:
Fiseindir eru öreindir sem hvorki hafa massa né hleðslu.
Atómmassinn er 4,00260
Eðlismassinn er 0,1785 g/l
Gas við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
1s2
Suðumarkið er 4,22 K
Bræðslumarkið er 0,95 K
Uppgötvað af Sir William Ramsey og öðrum í Englandi og Svíþjóð 1895. Efnið er hlutlaust við oxun
 
Til baka á lotukerfið.