lotasma.gif (3564 bytes)

Eu 63
Evrópín

Efni þetta er bæði að finna í ýmsum steintegundum, en einnig sem úrgangsefni við kjarnaklofnun úrans, þóríns og plútons. Efnið er notað til að virkja fosfór. Það er að finna m.a. á sjónvarpsskjám, og við árekstur rafeinda við efnið framkallast rauður litur. Vegna hæfni þess til að taka við nifteindum er það notað til að stjórna hraða kjarnaklofnunar í kjarnaofnum.
Fróðleiksmoli:
Til forna töldu menn að frumefnin væru jörð, vatn, loft, eldur og ljósvaki.
Atómmassinn er 151,965
Eðlismassinn er 5,244 g /cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Xe ] 4f7 6s2
Suðumarkið er 1800 K
Bræðslumarkið er 1099 K
Uppgötvað af Eugene Demarcay í Frakklandi árið 1901. Myndar mjög basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið