lotasma.gif (3564 bytes)

Er 68
Erbín

Finnst oftast á sömu slóðum og dysprósín. Erbínoxíð er rósrautt efnasamband sem leysist upp í margvíslegum sýrum og myndar þá sölt sem eru róslituð. Vatnslausnir með þeim söltum eru bæði sætar en líka stingandi á bragðið. Frumefnið hefur verið notað í ljósmagnara sem eiga að magna geislaboðin í ljósleiðurum. Efnið hefur verið notað í leirkeragerð, því það myndar ljósrauðan glerung.
Fróðleiksmoli:
Sólin er í rauninni ógnarstór hnöttur allur búinn til úr gasi.
Atómmassinn er 167,26
Eðlismassinn er 9,066 g /cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Xe ] 4f12 6s2
Suðumarkið er 3141 K
Bræðslumarkið er 1770 K
Uppgötvað af Carl Mosander í Svíþjóð árið 1842. Myndar basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið