lotasma.gif (3564 bytes)

Dy 66
Dysprósín

Efnasambönd dysprósín finnast í ýmsum bergtegundum, t.d. gadólíni, xenótími og fergusoníti. Sölt þess eru annaðhvort gul eða gulgræn að lit og eru sérlega næm fyrir seglumagni. Hvítt oxíð efnisins nefnist dysprósía og finnst oft með sjaldgæfum frumefnum eins og erbíum og hólmíum. Dysprósín er notað í stýristangir fyrir kjarnaofna. Frumefnið hefur líka verið notað sem hvati við olíuhreinsun.
Fróðleiksmoli:
Gauskvarðinn er mælieining fyrir segulmagn efna.
Atómmassinn er 162,5
Eðlismassinn er 8,551 g /cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Xe ] 4f10 6s2
Suðumarkið er 2840 K
Bræðslumarkið er 1680 K
Uppgötvað af Paul Emile Lecoq de Boisbaudran í Frakklandi 1886. Myndar basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið