lotasma.gif (3564 bytes)

Cu 29
Kopar

Kopar er mjög hagnýtur málmur og er notaður t.d. í rafmagnsvíra, smámynt og eldunaráhöld. Efnið er mjúkt í hreinu ástandi en fær aukinn styrk við að blandast öðrum efnum. Þekktar efnablöndur eru t.d. látún og brons. Látún er blanda kopars og sinks en brons er blanda kopars og tins. Kopar er einnig notaður til blöndunar við eðalmálma til að auka styrk þeirra. Spanskgræna á styttum er efnasamband kopars og súrefnis.
Fróðleiksmoli:
Samsætur eru frumeindir með sama fjölda róteinda en ekki nifteinda.
Atómmassinn er 63,546
Eðlismassinn er 8,92 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Ar ] 3d10 4s1
Suðumarkið er 3200 K
Bræðslumarkið er 1357,7 K
Kopar hefur verið þekktur frá ómunatíð. Myndar mjög basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið