lotasma.gif (3564 bytes)

Cf 98
Kalifornín

Kalifornín er framleitt með því að skjóta kjarnaögnum að öðrum frumefnum. Fyrsta samsæta þess 245Cf var framleidd með því að skjóta alfaögnum að kúrínfrumeind. Aðrar samsætur hafa fengist með því að hrella berkelín. 252Cf hefur verið notað sem nifteindabrunnur vegna þess hve ríkulega það gefur frá sér nifteindir við klofnun.
Fróðleiksmoli:
Miðeind er þung öreind sem finnst m.a. í geimgeislum.
Atómmassinn er ( 251 )
Eðlismassinn er 15,1 g /cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Rn ] 5f10 7s2
Suðumarkið er óvitað.
Bræðslumarkið er 1173 K
Búið til af Glen T. Seaborg, Ralph James o.fl. í Bandaríkjunum 1950 Efnið er hlutlaust við oxun
 
Til baka á lotukerfið