lotasma.gif (3564 bytes)

Cd 48
Kadmín

Kadmín er 65. algengasta frumefnið í jarðskorpunni. Þegar það kemst í tæri við andrúmsloftið brennur það með skærri birtu og myndar efnasambandið CdO. Efnið er notað til að húða stál, járn og fleiri málma til að mynda þar tæringarþolna húð. Það lækkar bræðslumark annarra málma við blöndun og er þá notað í sjálfvirka slökkviúðara og öryggi. Það er einnig þekkt í rafhlöðum. Kadmínsambönd eru mjög eitruð.
Fróðleiksmoli:
Leiðarsteinn er mjög segulmagnaður steinn. Notaður sem „áttaviti“ til forna.
Atómmassinn er 112,41
Eðlismassinn er 8,65 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Kr ] 4d10 5s2
Suðumarkið er 1040 K
Bræðslumarkið er 594,22 K
Uppgötvað af Friedrich Strohmeyer í Þýskalandi 1817. Myndar mjög basísk oxíð
 
Til baka á lotukerfið