lotasma.gif (3564 bytes)

Br 35
Bróm

Við stofuhita er bróm sterkþefjandi, dökkrauður vökvi. Eiginleikar bróms eru mjög svipaðir klóri. Það er unnið úr saltvatni og myndar sölt, brómíð, með málmum. Silfurbrómíð er notað við ljósmyndagerð en kalínbrómíð er notað sem róandi lyf. Ef brómvökvinn kemst í snertingu við húð þá myndast sár sem gróa seint. Efnið er notað við framleiðslu jarðgass og jarðolíu.
Fróðleiksmoli:
Tin er það efni sem hefur flestar samsætur eða 38.  Þar af eru 10 stöðugar.
Atómmassinn er 79,904
Eðlismassinn er 3,12 g/cm3
Vökvi við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Ar ] 3d10 4s2 4p5
Suðumarkið er 332 K
Bræðslumarkið er 265,8 K
Uppgötvað af Antoine J. Balard í Frakklandi árið 1826. Myndar mjög súr oxíð
 
Til baka á lotukerfið