lotasma.gif (3564 bytes)

Bi 83
Bismút

Þótt efnið hafi lengi verið þekkt þá var því ruglað saman við blý, tin og sink fram undir miðja 18. öld. Það er nálægt því eins sjaldgæft og silfur og er 73. algengasta efni jarðskorpunnar. Efnið þenst út við storknun og er því hagkvæmt í afsteypur. Það er slæmur varma- og rafmagnsleiðari. Það leiðir verr í sterku segulsviði og er því notað í mælitæki á segulmagni. Efnasambönd bismúts eru notuð í lyfjagerð og í snyrtiiðnaði.
Fróðleiksmoli:
Þegar vítissódi og saltsýra hvarfast saman myndast matarsalt og vatn.
Atómmassinn er 208,9804
Eðlismassinn er 9,78 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
[ Xe ] 4f14 5d10 6s2 6p3
Suðumarkið er 1837 K
Bræðslumarkið er 544,4 K
Bismút hefur verið þekkt frá ómunatíð. Myndar súr oxíð
 
Til baka á lotukerfið