Be
4 |
Þetta efni er léttast allra smíðamálma. Það heitir eftir steintegundinni beryl sem það fannst fyrst í. Efnið gerir málmblöndur mjög fjaðurmagnaðar og hefur því mikið verið notað við framleiðslu gíra, vélarhluta og fjaðra. Beryllín hefur einnig verið notað í trjónur á eldflaugum, vegna þess hve hitaþolið það er. Í upphafi var það nefnt gluciníum eftir glúkósa, því lausnir þess voru sætar á bragðið. | |
Fróðleiksmoli: Marie og Pierre Curie voru frönsk hjón sem rannsökuðu geislavirkni efna. |
Atómmassinn er 9,01218 | |
Eðlismassinn er 1,848 g/cm3 | ||
Fast efni við staðalaðstæður | ||
Rafeindahýsing 1s2 2s2 |
Suðumarkið er 2742 K | |
Bræðslumarkið er 1560 K | ||
Uppgötvað af N. Louis Vauquelin í Frakklandi árið 1798. |
Myndar súr og basísk oxíð | |
Til baka á lotukerfið |