Ba
56 |
Barín er mjög hvarfgjarn jarðalkalímálmur. Hann hvarfast hratt við vatn við stofuhita. Efnið er svo hvarfgjarnt að það finnst aðeins í efnasamböndum í náttúrunni og þá oftast sem barínsúlfat (BaSO4) og barínkarbónat (BaCO3). Hreint barín er lítið notað en barínsúlfat er notað sem fylliefni í gúmmíiðnaði, barínnítrat í flugelda og barínkarbónat sem rottueitur. | |
Fróðleiksmoli:
Efnatengi eru þrenns konar, þ.e. samgild, jónísk, og málmtengi. |
Atómmassinn er 137,33 | |
Eðlismassinn er 3,51 g/cm3 | ||
Fast efni við staðalaðstæður | ||
Rafeindahýsing [ Xe ] 6s2 |
Suðumarkið er 2143 K | |
Bræðslumarkið er 1000 K | ||
Uppgötvað af Sir Humphrey Davy í Englandi árið 1808. | Myndar mjög basísk oxíð | |
Til baka á lotukerfið |