lotasma.gif (3564 bytes)

B 5
Bór

Algengasta efnasamband bórs er bórax. Það efni er notað við sápuframleiðslu og til sótthreinsunar. Bórax hefur einnig verið notað í augnskolunarvökva og til lyfjagerðar. Bórax finnst aðallega í steintegundinni kernít. Málmblöndur með bóri þola mikinn hita og hafa því verið notaðar í eldflauga- og þotuhreyfla. Bór hefur einnig verið notað í stillistengur kjarnaofna vegna nifteindargleypni sinnar.
Fróðleiksmoli:
Alfaagnir berast frá geislavirkum efnum og samsvara kjarna helíns, sem er ( +, n ).
Atómmassinn er 10,811
Eðlismassinn er 2,46 g/cm3
Fast efni við staðalaðstæður
Rafeindahýsing
1s2 2s2 2p1
Suðumarkið er 4200 K
Bræðslumarkið er 2349 K
Uppgötvað af Sir Humphrey Davy og öðrum í Englandi og Frakklandi 1808. Myndar súr oxíð
 
Til baka á lotukerfið