Lokapróf
1. Frjóvgun verður við samruna:
A. Blóðfrumu og sáðfrumu.
B.
Sáðfrumu og eggfrumu.
C. Vöðvafrumu og taugafrumu.
D. Fitufrumu og vöðvafrumu.
Lokapróf
2. Líffærakerfið sem sundrar fæðunni er:
A. Innkirtlakerfið.
B. Taugakerfið.
C.
Meltingarkerfið.
D. Blóðrásarkerfið.
Lokapróf
3. Sykur tilheyrir flokki efna sem nefnist:
A. Vatn.
B.
Kolvetni.
C. Fita.
D. Prótín.
Lokapróf
4. Næringarefni fara inn í blóðrásina í gegnum:
A.
Smáþarma.
B. Maga.
C. Lifur.
D. Bris.
Lokapróf
5. Orkuforði líkamans er geymdur sem:
A. Glúkósi.
B.
Glýkógen.
C. Súkkarósi.
D. Sykur.
Lokapróf
6. Hve mikið blóð er í líkama fullorðins manns?
A. 1–2 lítrar.
B. 2–3 lítrar.
C. 3–4 lítrar.
D.
4–6 lítrar.
Lokapróf
7. Hlutverk nýrna er að:
A. Styðja við lungun.
B. Geyma fitu.
C.
Sía blóðið og taka úr því umfram vatn og úrgangsefni.
D. Vinna úrgangsefni úr blóði og geyma þau.
Lokapróf
8. Vöðvar sem eru undir stjórn viljans eru kallaðir:
A.
Rákóttir vöðvar.
B. Sléttir vöðvar.
C. Hjartavöðvar.
D. Æðavöðvar.
Lokapróf
9. Heilinn skiptist í:
A. Möndul, kjarna og heilahvel.
B.
Stóra heila (hjarna), litla heila (hnykil) og heilastofn.
C. Heilahvítu, taugafrumur og heiladingul.
D. Heilastofn, mænu og taugaenda.
Lokapróf
10. Alzheimer sjúkdómur er:
A. Bráðsmitandi höfuðkvef.
B.
Heilabilun hjá eldra fólki.
C. Afleyðing þunglyndis.
D. Þegar tilteknar taugafrumur í heilanum verða skyndilega óeðlilega virkar.
Lokapróf
11. Fjarsýni:
A. Stafar af því að sveigja glærunnar eða augasteinsins er ekki jafn alls staðar.
B. Er ekki hægt að lagfæra.
C. Veldur því að það myndast ský (drer) á auga.
D.
Stafar yfirleitt af því að auga manns er of stutt.
Lokapróf
12. Estrógen og testósterón eru:
A.
Kynhormón.
B. Vaxtarhormón.
C. Brennsluhormón.
D. Sterahormón.
Lokapróf
13. Kynfrumur stelpna heita egg og verða til í:
A. Eistnalyppunum.
B. Eggjalyppunum.
C. Nýrunum.
D.
Eggjastokkunum.
Lokapróf
14. Sáðfrumur eru geymdar í:
A. Sáðfrumugeymslunum.
B.
Eistnalyppunum.
C. Nýrunum.
D. Lifrinni.
Lokapróf
15. Hvað af eftirtöldu er EKKI kynsjúkdómur?
A. Klamydía.
B. Kynfæravörtur.
C. Herpes.
D.
Alzheimer.
Lokapróf
16. Fóstureyðing er ekki leyfð ef kona er gengin með lengur en:
A. 12 vikur.
B. 14 vikur.
C.
16 vikur.
D. 18 vikur.
Lokapróf
17. Hvers vegna minnkar þol og þrek reykingarmanna oft?
A. Þeir eyða meiri tíma í reykingar en líkamsþjálfun.
B.
Of lítið súrefni berst í blóðið því koleinoxíð tekur sæti súrefnis.
C. Nikótínið blekkir heilann sem heldur að súrefnið sé nægilegt.
D. Lifrin vinnur minna súrefni úr blóðinu.
Lokapróf
18. Krabbamein myndast þegar frumur skipta sér stjórnlaust
A. Satt.
B. Ósatt.
Lokapróf
19. Tóbaksreykingar eru áhættuþáttur fyrir krabbamein.
A. Satt.
B. Ósatt.
Lokapróf
20. Veirur valda magasári.
A. Satt.
B. Ósatt.
Lokapróf
21. Við magaspeglun er notast við holsjárskoðun.
A. Satt.
B. Ósatt.
Lokapróf
22. Vinstri helmingur hjartans dælir súrefnissnauðu blóði til lungna.
A. Satt.
B. Ósatt.
Það var rétt !
Rétt svar er:
Spurning
af 22
Rétt svör:
Lokaprófi lokið
Þú svaraðir
spurningum af 22 rétt