6. kafli
1. Einstaklingur sem hrífst af einstaklingi af sama kyni er:
A. Gagnkynhneigður.
B.
Samkynhneigður.
C. Tvíkynhneigður.
D. Einkynhneigður.
6. kafli
2. Fólk sem hefur þörf fyrir að klæða sig í fatnað af hinu kyninu kallast:
A.
Klæðskiptingar.
B. Kynskiptingar.
C. Kjólskiptingar.
D. Margskiptingar.
6. kafli
3. Sáðlát er þegar:
A. Sáðfrumur deyja.
B. Sáðfrumur verða til.
C.
Sæði fer út úr líkamanum.
D. Sáðfrumur myndast ekki.
6. kafli
4. Hvað þroskast margar eggfrumur að meðaltali á ævi hverrar konu?
A. 200.
B. 300.
C.
400.
D. 500.
6. kafli
5. Hvað er meyjarhaft?
A. Haft sem festir eggjastokkana við legið.
B. Lítið haft sem rofnar oft við fyrstu samfarir.
C.
Slímhúðarfelling sem lokar leggöngum að hluta.
D. Lítið haft sem skilur að innri og ytri skapabarma.
6. kafli
6. Snípur er:
A. Lítið líffæri sem myndar egg hjá stelpum.
B. Líffæri sem hverfur við fyrstu samfarir.
C. Lítið líffæri sem grípur egg sem færist eftir eggrásinni og færir það inn í legið.
D.
Líffæri með risvef af sömu gerð og í typpi stráka.
6. kafli
7. Af hverju fá kynþroska konur blæðingar í hverjum mánuði?
A. Vegna þess að þær þurfa að losna við umfram blóð.
B. Þær hafa óhreint blóð sem líkaminn skilar.
C. Sár myndast í leggöngum sem blæðir úr einu sinni í mánuði.
D.
Vegna þess að slímhúðin í leginu verður blóðrík í hverjum mánuði til að undirbúa komu frjóvgaðs eggs. Ef ekki verður frjóvgun losar líkaminn sig við blóðið .
6. kafli
8. Hvers vegna er mikilvægt að nota smokk frá upphafi samfara?
A. Annars er hætt á að hann rifni.
B. Það er mikilvægt til að nægilegt testósterón myndist.
C.
Vegna þess að sáðfrumur geta sloppið úr typpinu fyrir sáðlát.
D. Til að tryggja nægilega örvun kynfæranna.
6. kafli
9. Hvert af eftirtöldu er EKKI örugg getnaðarvörn?
A. Smokkur.
B.
Rofnar samfarir.
C. Pillan.
D. Lykkjan.
6. kafli
10. Hver er meðalævilengd Íslendinga?
A. 80 ár hjá konum og 70 ár hjá körlum.
B. 88 ár hjá konum og 80 ár hjá körlum.
C.
83 ár hjá konum og 80 ár hjá körlum.
D. Tæp 100 ár hjá báðum kynjum.
6. kafli
11. Hvað kallast fremsti hluti typpisins?
A. Toppur.
B. Prins.
C.
Kóngur.
D. Oddur.
6. kafli
12. Klamydía smitast mjög auðveldlega og er algengur kynsjúkdómur á Íslandi. Aðalástæðan er sú að:
A.
Fólk er oft einkennalaust og veit ekki að það er smitað.
b. Veiran sem veldur sjúkdómnum liggur í dvala.
C. Sárin sem myndast af völdum sjúkdómsins sjást illa.
D. Klamydíuveiran leggst fyrst á ónæmiskerfið.
6. kafli
13. Eineggja tvíburar:
A. Verða til ef tvö egg losna úr eggjastokk konu.
B. Verða til ef tvær sáðfrumur ná að frjóvga eitt egg.
C.
Verða til ef frjóvguð eggfruma skiptir sér í tvo hluta.
D. Eru alltaf af sitt hvoru kyni.
6. kafli
14. Hlutverk forhúðar er að hlífa kónginum.
A. Satt.
B. Ósatt.
6. kafli
15. Umskurður er þegar kóngurinn (efsti hluti typpisins) er fjarlægður af ungum drengjum.
A. Satt.
B. Ósatt.
6. kafli
16. Kynhormón kvenna heitir estrógen.
A. Satt.
B. Ósatt.
6. kafli
17. Kynhormón karla heitir testósterón.
A. Satt.
B. Ósatt.
6. kafli
18. Mansal er þegar fólk er selt og það er neytt til að vinna gegn eigin vilja.
A. Satt.
B. Ósatt
Það var rétt !
Rétt svar er:
Spurning
af 18
Rétt svör:
6. kafla lokið
Þú svaraðir
spurningum af 18 rétt