Að vaxa úr grasi

er heildstætt námsefni til kennslu í lífsleikni í fyrsta til fimmta bekk grunnskóla. Helstu áhersluþættir námsefnisins eru sjálfsagi, sjálfstraust, góð dómgreind og góð samskipti við aðra. Í efninu er einnig áhersla á heilbrigða og jákvæða lífshætti.

Efnið samanstendur af einni möppu fyrir hvern af árgöngunum fimm. Í hverri möppu eru sex hefti. Fyrsta heftið, Vegvísir kennara, fjallar um hugmyndafræðina að baki efninu og kennslufræði þess. Hin heftin fimm hafa að geyma svokallaðar einingar sem hver fjallar um sértækt efni. Einingarnar eru þær sömu í öllum árgöngum. Þær eru byggðar upp sem leiðbeiningar um kennsluna og eru þessar:

1. Að byggja upp skólasamfélag

2. Að vinna saman

3. Að taka gagnlegar ákvarðanir

4. Að lifa heilbrigðu lífi

5. Þú og ég – við erum frábær

Námsefninu Að vaxa úr grasi fylgja vinnuhefti fyrir nemendur, eitt með hverri einingu, þ.e. fimm fyrir hvern árgang. Heftin heita Allir saman og þeim er einnig ætlað að stuðla að samstarfi heimilis og skóla.