Að ná tökum á tilverunni

er ætlað 11 til 14 ára nemendum. Námsefnið fellur vel að þeim markmiðum sem sett eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni varðandi þætti sem snúa að félags- og tilfinningaþroska nemenda (social and emotional learning). Í efninu er sérstök áhersla á jákvæðan og heilbrigðan lífsstíl og það nýtist einnig í tengslum við fíkniefnavarnir í skólum. Efnið skiptist í átta námseiningar:

 1. Að þróa bekkjarandann - Að verða unglingur

 2. Að byggja upp sjálfstraust og samskiptahæfni

 3. Að læra um tilfinningar

 4. Vinir og vinátta

 5. Að styrkja samskiptin innan fjölskyldunnar

 6. Að temja sér gagnrýna hugsun við ákvarðanir

 7. Að setja sér markmið fyrir heilbrigt líf

 8. Samantekt - Að þroska hæfileika sína

Alls fimm titlar tilheyra Að ná tökum á tilverunni :

 • Handbók kennara (lýsing á 70 kennslustundum og verkefnablöð nemenda til ljósritunar)

 • Breytingar — lesbók nemenda með smásögum eftir þekkta íslenska höfunda. Sögurnar tengjast námseiningunum. Einnig til sem hljóðbók

 • Árin sem koma á óvart — lesbók foreldra/handbók um uppeldi (gjöf Lionshreyfingarinnar til allra foreldra sem eiga barn sem fæst við efnið)

 • Leiðarvísir á kennaranámskeiði (þátttaka í námskeiði er skilyrði fyrir því að mega nota efnið í kennslu)

 • Einingapróf á stafrænu formi http://www.nams.is/pdf/ad_na_tokum_einprof.pdfVert er að taka fram að í Lions Quest námsefni er lögð áhersla á þátttöku foreldra í námi barnanna eftir ýmsum leiðum. Enn fremur er áhersla á að tengja námið við samfélagið, m.a. með vinnu nemenda að námsverkefni í sjálfboðavinnu (service learning).