Bodrum
 

 

Ljósmyndun: Ívar Sigurbergsson

Bodrum er hafnarborg í suðvesturhluta Tyrklands. Borgin er vinsæll sumardvalarstaður ferðamanna og á síðustu árum hafa margir Íslendingar lagt leið sína þangað. Í Bodrum var hið fræga grafhýsi Másólusar, eitt af sjö undrum hins forna heims, en það eyðilagðist í jarðskjálfta á miðöldum. Við höfnina í Bodrum er glæsilegur kastali sem var reistur af krossförum á 15. öld.