Spánn
 
Spánn er eitt af stærstu löndum Evrópu og er staðsett á Pýreneaskaga en til landsins teljast einnig eyjarnar Mallorca og Menorca í Miðjarðarhafi og Kanaríeyjar í Atlantshafi.

Spánn skiptist í 17 sjálfstjórnarhéruð sem heita Andalúsía, Aragón, Astúrías, Balleareyjar, Baskaland, Extremadúra, Galisía, Kanaríeyjar, Kantabría, Kastilía-La Mancha, Kastilía og León, Katalónía, Madríd, Múrsía, Navarra, La Rioja og Valensía.

Á Spáni búa um 46.661.950 milljónir íbúa og heitir höfuðborgin Madríd. Á Spáni er töluð spænska en þar er einnig að finna margvíslegar mállýskur hinna ýmsu þjóðarbrota.

Spánverjar eiga ættir sínar að rekja til margra þjóðflokka sem numið hafa þar land á ýmsum tímaskeiðum mannkynssögunnar. Spánverjar eru því mjög blönduð þjóð en þar er meðal annars að finna þjóðflokka sem eru ljóshærðir og bláeygðir og dökkleita Spánverja af suðrænum uppruna.