Að kvöldi síðasta vetrardags er vatn sett á undirskál eða í annað lítið ílát. Skálinni er komið fyrir á jörðinni þar sem sól nær ekki að skína á hana um morguninn þegar hún kemur upp. Að morgni sumardagsins fyrsta er kannað hvor íshröngl er í vatninu í skálinni eða það jafnvel frosið. Ef svo er hefur vetur og sumar frosið saman. Það er talið vita á gott sumar.