Stjórnandinn býr til bændakeppni í reiptogi. Hópnum er skipt í tvö til fjögur lið (fer eftir því hvað hópurinn er stór og hversu langur kaðallinn er). Öll liðin fá að keppa á móti hvert öðru. Tvö lið stilla sér upp við kaðalinn, þau eru sitt hvorum megin og halda um kaðalinn. Miðja kaðalsins er merkt t.d. með veifu. Þrjú strik eru afmörkuð í jörðina. Miðja og u.þ.b. 3 metrar sitt hvorum megin við miðjulínuna. Þegar stjórnandinn gefur merki byrja liðin að togast á. Það lið sem nær að draga miðjuveifuna á kaðlinum yfir línuna sín megin á vellinum sigrar.

Sóley Ó. Elídóttir tók saman.

Loka glugga