Leikmenn setjast á gólfið. Þeir setja hægri hönd undir hægra hné og grípa í eyrnasnepilinn á hægra eyra sínu. Síðan taka þeir með vinstri hendi í buxnastrenginn að aftanverðu og reyna að lokum að standa upp. Sá sigrar sem tekst fyrst að standa upp.

Afbrigði : Eftir að leikmenn hafa staðið upp eiga þeir að hoppa þrisvar sinnum á vinstri fæti.

(Úr bókinni 10x10 leikir eftir Sóleyju Ó. Elídóttur)

Loka glugga