Galíleó Galíleí (1564–1642) er einn af frægustu vísindamönnum sögunnar. Hann gerði margar uppgötvanir í eðlis- og stjörnufræði. Hann athugaði til dæmis fyrstur manna stjörnuhimininn með sjónauka. Hann uppgötvaði fjögur stærstu tungl Júpíters árið 1610. Galíleó Galíleí hélt því fram að jörðin snerist um sólina, sólin væri miðpunktur sem reikistjörnurnar snerust um en ekki jörðin. Þetta vita allir nú á tímum en kaþólska kirkjan var ekki á sama máli og Galíleó. Hann var dæmdur til að afneita sólmiðjukenningunni.

Loka glugga