Sjón, augnlitur, gleraugu, sjónauki, smásjá/víðsjá, sjóndepra, blinda, blindraletur, hvíti stafurinn, leiðsöguhundar.

Kennarinn fær hjúkrunarfræðing til að sýna börnunum hvernig sjónpróf fer fram.

Líkan eða mynd af auga skoðað og rætt um þá sem þurfa á gleraugum að halda, sjóndapra og blinda.

Börnin skoða sig í spegli. Þau hjálpast að tvö og tvö og skoða sérstaklega augasteininn og augnlit.

Stærðfræði

Börnin gera sameiginlega athugun á augnlit bekkjarsystkina sinna og útbúa súlurit. Hvert barn fær lítið spjald sem það teiknar augað sitt á og límir það síðan á réttan stað á súluritinu.
Hvað eru tvö börn, þrjú börn o.s.frv. með mörg augu? Umræður og skráning.

Blindraletur

Börnin skoða blindraletur. Þau búa til bókstafi úr sandpappír og líma á blað. Síðan reyna þau að þekkja þá með bundið fyrir augu.

Börnin læra að skrifa nafnið sitt með blindraletri.

Hvað sé ég?

Hvað er það fegursta sem þið hafið séð?
Umræður/skráning.
Börnin teikna augað sitt og inn í það teikna þau mynd sem sýnir það fegursta sem þau hafa séð.

Hvað er í kassanum?

Efni:
Skókassi með loki sem klæddur hefur verið að utan með litskrúðugum pappír. Spegill er límdur fastur á botn kassans.

Nöfn barnanna í bekknum eru skráð á spjöld og sett í poka.

Framkvæmd:
Umræður um innihald kassans. Börnin geta sér til um hvað sé í kassanum.

Kennarinn útskýrir fyrir börnunum að í kassanum sé eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt og að í raun sé aðeins eitt eintak til af þessu í öllum heiminum. Börnin ímynda sér hvað þetta gæti verið. Kennarinn skráir hugmyndir barnanna á blað.

Kennarinn dregur miða með nafni einhvers barns úr pokanum og barnið fær að handleika kassann.

Lokið er tekið af kassanum og barnið lítur ofan í hann. Hvað sér það?

Umræður um að hvert og eitt okkar er einstakt.

(© 2002 Gunnhildur Óskarsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir)

Loka glugga