Efni
Fín möl eða sandur.
Smá fræ helst í svipuðum lit og sandurinn. Fræ af holurt eru mjög heppileg og skemmtileg. Þeim er mjög auðvelt að safna á haustin en holurt vex um allt land. Fræin eru dökkbrún og í víðsjá sést að þau líkjast helst litlum skeljum.Framkvæmd
Smáum sandkornum er dreift á skál og fræjunum á aðra. Nemendur bera kornin saman með berum augum. Ekki sést mikill munur, ekki heldur þótt notað sé stækkunargler. Nú eru skálarnar settar undir víðsjá og kornin borin saman. Þá sést munur. Sandkornin eru gjarnan alla vega í laginu og af ýmsum litbrigðum. Fræin eru hvert öðru lík hvað varðar lögun og lit og gjarnan með einhvers konar mynstur eða gadda.
Umræður
Hvað annað er ólíkt með sandkornum og fræjum? Hvað gerðist ef við settum sandinn í mold? En fræin? Þó svo að fræjunum sé plantað er engan veginn víst að þau hafi náð að spíra eða koma upp. Hvert fræ þarf ákveðnar aðstæður til að spíra og hver planta þarf sínar ákveðnu aðstæður til að ná að lifa af og vaxa.
(© 2003 Sigrún Helgadóttir)