Nemendur búa til knött úr plastpokum og líkja þannig eftir hvernig víkingar bjuggu til bolta úr skinnum.

Efni

Plastpokar (innkaupapokar), dagblöð, veggfóðurslím, málning (þekjulitir), málningaherðir (gljái).

Aðferð

Krumpið saman dagblaðsopnu og mótið bolta. Festið saman með límbandi. Vefjið plastpoka sem klipptur hefur verið í u.þ.b. 5 cm ræmur utan um og berið veggfóðurslím jafnóðum á boltann þannig að ræmurnar límist. Gott er að vinna þetta í áföngum þannig að límið þorni vel á milli. Þegar boltinn er orðinn í hentugri stærð er hann málaður og látinn þorna og að lokum lakkaður með málningarherðinum og látinn þorna vel. Boltinn hentar í ýmsa leiki en e.t.v. ekki vel sem fótbolti. Góða skemmtun!

(© 2003 Jóhanna Karlsdóttir)

Loka glugga