Orð sem tengjast hrafninum

Hrafn, krummi, svartur, stór, krunk, laupur, staðfugl, spörfugl, Hrafna-Flóki, alæta, þjófur, hrekkjóttur, stríðinn, fyrirboði ills …
Sjá Myndasafn.

Munnleg tjáning

Kennarinn sýnir börnunum mynd af hrafni (m.a.í myndasafni) eða kemur með uppstoppaðan hrafn inn í skólastofuna. Kennarinn fær börnin til að lýsa hrafninum og því sem þau vita um hann. Hugmyndir barnanna eru skráðar á blað.
Börnin syngja vísur um hrafninn og búa til litla leikþætti.

Myndmennt

Börnin fá maskínupappír og teikna hrafninn með kolum.
Myndirnar eru settar upp á vegg og orðmyndunum raðað í kring.
Einnig geta börnin teiknað hrafninn með svörtum tússpenna/vatnslit á hvítt blað.
Börnin skrifa fuglsheitið með hvítum trélit á svartan pappír (andstæður/andheiti).
Einnig geta börnin myndskreytt vísu eða ljóð um hrafninn. Hvert barn fær eina línu
eða eitt erindi í ljóði og myndskreytir. Síðan er ljóðlínum og myndum raðað saman.

Stærðfræði

Hreiður hrafnsins nefnist laupur. Hann verpir 4 – 6 eggjum. Ungarnir koma úr eggjunum eftir u.þ.b. þrjár vikur. Hvað eru margir dagar í einni viku? Hvað eru margir dagar í tveimur vikum? Hvað eru margir dagar í þremur vikum?

Orðatiltæki

Það eru sjaldséðir hvítir hrafnar

Ítarefni

Stefán Aðalsteinsson og Grétar Eiríksson. 1985. Fuglarnir okkar. Reykjavík, Bjallan.
Vísnabókin. 1983. Símon Jóh. Ágústsson valdi vísurnar. Reykjavík, Iðunn.

(© 2001Gunnhildur Óskarsdóttir og Ragnheiður Hermannsdóttir)

Loka glugga