Í raunverulegri eldflaug brennur eldsneyti í hreyflunum og myndar heitt gas. Það þeytist með miklum krafti út úr hreyflinum og þrýstir flauginni upp. Þetta er svipað og gerist í flugeldum.

Hægt er að líkja eftir því þegar eldflaug fer út í geiminn.

A
Festið sogrör við uppblásna blöðru. Þræðið langan spotta í gegnum rörið. Hnýtið annan endan við borðfót en hinn helst uppi í lofti. Losið nú um op blöðrunnar þannig að loftið komist út. Hvað gerist? Tekst hún á loft?

B
Þegar gospilla er sett í vatn myndast eins konar gas. Prófið að setja C-vítamín gospillu í lokað filmubox ásamt svolitlu vatni. Hægt er að setja pappír og odd utan á boxið og skreyta það síðan til þess að við séum með eitthvað sem líkist eldflaug!

(© 2002 Sólrún Harðardóttir)

Loka glugga