Tunglið skín á himni háa,
gekk ég út á ísinn bláa.
Þar var kátt á hjöllum
hjá dansmönnum öllum;
undir tók svo hátt í hömrum og fjöllum.
Þar kom hann Ingimundur í peysunni bláu,
hann fékk mest hólið hjá drósunum smáu.
Þar kom hún Sigrún,
hlaðbúin var hún;
dansaði hún með einum,
en dvergar hlógu í steinum.
Ég sá þá ganga
utan með sjónum.
Dönsum og dönsum.
Þar kemur hann Guðmundur Grímsson,
Þórólfur, Stórólfur,
Þorbjörn og Helgi,
Rútur og Trútur
og Rembilátur,
Vingull og Kringill
og karlinn hann Bjálfi.
Ekki vill hún Ingunn
dansa við hann Svein.
Annan fær hún ungan mann
og dansa þau á svelli,
en tunglið skín á felli.
Litla Sigga lipurtá
dansar við Bjarna,
sem nú stendur hjá sveinunum þarna.
Karlmannlegur er hann,
af öðrum mönnum ber hann,
silkin hennar og sokkabönd
sjálfur skal hann leysa;
leysi sá er leysa kann,
það er hann ungi hofmann.
Langt ber hann af dansmönnum öllum
og ennþá skín tunglið á fjöllum.
Álfar uppi í hlíðum,
renna sér á skíðum
og stjörnurnar blika
á himninum blíðum.

(Þjóðkvæði)

Loka glugga