Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland. Hann var um veturinn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði þar hús.

Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík.

Garðar fór þá til Noregs og lofaði mjög landið. Hann var faðir Una, föður Hróars Tungugoða. Eftir það var landið kallað Garðarshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru.

(Landnáma (Sturlubók))

Víkingurinn sem hafði gefið landinu okkar nafnið Snæland hét Naddoddur. Samkvæmt sögunni vissi móðir Garðars af þessu landi og því hefur Naddoddur verið í sjóferðum á Íslandsmiðum á undan Garðari.

- Garðar var fyrstur manna til að vita að Ísland væri eyja. Hvernig uppgötvaði hann það?
- Hvar er Horn hið eystra, Húsavík, Skjálfandi og Náttfaravík?

Loka glugga