Óskasteinar eru steinar sem finnast úti í náttúrunni. Finni einhver slíkan stein og kunni að fara rétt með hann getur hann óskað sér alls sem hann girnist. Sögur eru til um óskasteina uppi í fjöllum. Frægust er sagan um óskasteininn á Tindastóli í Skagafirði. Einnig segir í þjóðsögum að uppi á Herðubreið sé vatn þar sem gætir flóðs og fjöru. Þar er nóg af óskasteinum ef maður kemur þangað á fjöru á Jónsmessunótt.
(Sigfús Sigfússon, IV, bls. 265267)