Umhverfi Snæfellsjökuls er fjölbreytt. Hraun frá fjallinu hafa runnið allt í sjó fram og þar er víða mikil fjölbreytni í landslagi og gróðri. Svæðið á sér líka merka sögu. Lengi var talað um að stofna þjóðgarð um Snæfellsjökul. Hann var svo stofnaður 28. júní 2001. Þjóðgarðurinn er 170 ferkílómetrar og nær yfir jökulinn og landið niður að sjó. Þjóðgarðar eru stofnaðir þar sem land er að einhverju leyti sérstakt og merkilegt. Þar er reynt að vernda náttúruna og ganga vel um hana en fólk er velkomið og það hvatt til að koma og skoða svæðið. Í bókinni Komdu og skoðaðu land og þjóð er umfjöllun um þjóðgarða. Vefsíða þjóðgarðsins er http://www.ust.is/Natturuvernd/Thjodgardur/Snaefellsjokull
(© 2004 Sigrún Helgadóttir)