Afkomandi einhvers er barn, barnabarn ... eða mörgum
sinnum barnabarn hans.
Ás. Landnámsmenn á Íslandi trúðu
flestir á marga guði sem voru kallaðir æsir. Einn ás,
margir æsir. Snæfellsás var því nokkurs konar
Snæfellsguð.
Átrúnaður er að trúa á eitthvað.
Bjargvættur er einhvers konar verndarandi eða sá
sem hjálpar.
Eftirlifendur manns eru þeir sem lifa eftir að maðurinn
er dáinn.
Eldkeila er eldfjall sem myndast utan um kringlóttan
gíg í mörgum gosum.
Fjölbreyttur er að vera margvíslegur, fjölbreyttir
litir eru margir litir, fjölbreytt landslag er margs konar landslag.
Forfaðir manns er einhver sem er langa, langa, langa ...
(mörgum sinnum langa) afi manns.
Formfagur er fallegur í laginu.
Gígur er djúpt op í jörðina sem
bráðið grjót, kallað kvika, kemur upp úr
í eldgosum.
Hafís getur myndast á sjónum í miklu
frosti á löngum tíma. Stundum rekur líka ís
á hafinu úr norðri til Íslands.
Íslendingasögur eru sögur sem voru skrifaðar
á Íslandi fyrir mörg hundruð árum. Þær
segja mest frá Íslendingum fyrstu 200 árin eftir að
þeir fluttu til Íslands.
Ítalía er land suður við Miðjarðarhaf
og þar eru nokkur eldfjöll.
Jökull myndast þar sem meiri snjór fellur
á veturna en sem nær að bráðna á sumrin.
Snjórinn safnast saman og breytist í ís eða klaka.
Jökullinn getur ekki stækkað endalaust svo að hann skríður
hægt og hægt út frá miðjunni og við jaðar
jökulsins myndast skriðjöklar.
Landnámsmenn voru þeir menn sem fyrstir komu til
Íslands og settust að.
Landvættur, vera sem býr í landinu og heldur
vörð um það.
Tígulegur, fallegur og tignarlegur.
Tortíma er að deyða eða eyðileggja.
Tröll eru stór og klunnaleg og sögð búa
í hellum í fjöllum. Margar þjóðsögur
eru um tröll. Þau eru oftast talin ill. Grýla er frægasta
tröllskessa á Íslandi.
Virk eldstöð er eldstöð sem hefur gosið
á síðustu 10 þúsund árum.
Vísindaskáldsaga, skáldsaga sem oft er
látin gerast í framtíðinni eða þar sem
er til alls kyns tækni sem ekki þekkist þegar sagan er skrifuð.
Þjóðsaga er saga sem fólk hefur sagt
hvert öðru lengi, lengi en enginn veit hver samdi hana eða sagði
hana fyrst.
Þjóðtrú er trú fólks á
alls kyns dularfullar verur, atburði og fyrirbæri.
(© 2004 Sigrún Helgadóttir)