Kirkjufell er á Snæfellsnesi. Það stendur við Grundarfjörð norðan á nesinu. Kirkjufell er einstakt í lögun. Það er mjög ólíkt eftir því úr hvaða átt er horft á það. Úr norðri og suðri er það eins og uppmjór, risastór píramídi en úr austri og vestri sýnist það vera eins og kista í laginu. Hæst nær það 463 m hæð.
© 2011 Sigrún Helgadóttir