Herðubreið er í Þingeyjarsýslu. Tindur hennar er í 1682 metra hæð yfir sjó en hún rís meira en þúsund metra yfir öræfin í kring. Herðubreið er friðlýst.

Herðubreið er mjög regluleg í laginu, grunnur hennar næstum eins og hringur, 8–9 kílómetrar í þvermál. Hlíðar hennar eru mjög brattar. Það er erfitt að ganga á Herðubreið. Lengi var talið að það væri ekki hægt og það var ekki gert með vissu fyrr en árið 1908. Herðubreið þykir einstaklega tignarleg og falleg. Sumir vilja ekki ganga á Herðubreið þótt þeir gætu það alveg. Þeir segja: Ég vil ekki traðka á því sem mér þykir svo óumræðilega vænt um.

(© 2004 Sigrún Helgadóttir)

Loka glugga