Esjan er áberandi frá Reykjavík. Hún gnæfir norðan Kollafjarðar en Reykjavík er sunnan hans. Stundum er sagt að Esjan sé bæjarfjall Reykjavíkur. Margir staðir eiga sitt bæjarfjall. Það er fjall sem einkennir bæinn og fólki í bænum þykir vænt um.
Esjan er norðaustan við Reykjavík. Úr þeirri átt geta blásið kaldir vindar. Vindar sem rekast á fjöll verða að fara yfir fjöllin eða meðfram þeim. Næst fjallinu hinum megin verður skjól.
Austurhluti Reykjavíkur er í skjóli Esjunnar þegar vindar blása úr norðaustri. Þá eru oft stór ský á toppi Esjunnar og sagt að það sé kúfur á henni.
(© 2004 Sigrún Helgadóttir)