MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 9 | 3. Lesfimipróf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu Lesfimipróf Miðstöðvar menntunar er staðlað einstaklingspróf sem veitir upplýsingar um stöðu nemanda í lesfimi út frá viðmiðum sem miðstöðin hefur sett. Lesfimiprófið metur færni sem birtist í nákvæmum, sjálfvirkum og fyrirhafnarlausum lestri en þeir þættir, ásamt viðeigandi afmörkun hendinga og réttu hljómfalli, stuðla að auknum lesskilningi (Kuhn, Schwanenflugel og Meisinger, 2010). Haustið 2024 var próftextum fækkað úr tíu í sex og er það liður í endurskoðun prófsins sem nú stendur nú yfir. Með þessum breytingum verður stígandin í framför milli árganga skýrari en áður og í betra samræmi við það hvernig lesfimi barna þróast. Þróunin er langhröðust í fyrstu þremur árgöngunum. Hún er að jafnaði mest í 3. bekk en jafnast svo út eftir því sem ofar dregur. Textum er því fækkað frá og með 4. bekk sem auðveldar notendum prófsins að fylgjast með framförum nemenda þegar sami textinn er lesinn (eins og í 4. og 5. bekk, 6. og 7. bekk og 8. til 10. bekk). Þar sem textarnir stigþyngjast má búast við að lesinn orðafjöldi á prófi standi í stað eða lækki lítillega þegar nýr texti er lesinn. Lækkun í lesnum orðafjölda á mínútu þarf því ekki að vera merki um að árangur sé að dala heldur er textinn þyngri eins og áður segir. Textarnir raðast svona á bekki grunnskólans: Tafla 1. Yfirlit yfir próftexta. Bekkur/bekkir Próftexti Heiti texta 1. bekkur Sami og áður Kassabíll 2. bekkur Sami og áður Óskasteinar 3. bekkur Sami og áður Flöskuskeyti 4. og 5. bekkur Texti sem var áður lesinn í 4. bekk Heimsóknin 6. og 7. bekkur Texti sem var áður lesinn í 7. bekk Skíðaferðin 8. til 10. bekkur Texti sem var áður lesinn í 8. bekk Góðverk Þar sem prófið er staðlað er gert ráð fyrir að hver próftexti sé aðeins notaður fyrir þann bekk, eða þá bekki, sem þeim er ætlað að meta (sjá nánar kafla 3.5.3. Mat á lesfimi hjá nemendum með lestrarerfiðleika eða önnur frávik). 3.1. Hvað er lesfimi? Til að skilja betur hugsmíðina lesfimi þurfum við aðeins að fara yfir hvaða hugrænu ferli (e. cognitive process) eru virkjuð þegar texti er lesinn. Lestrarferlið byggist á mörgum ólíkum hugrænum ferlum eins og athygli, minni, sjónskynjun, hljóðskynjun, ásamt málskilningi svo eitthvað sé nefnt. Þessi ferli þurfa öll að vinna vel saman til þess að eðlilegur lestur geti átt sér stað. En hver er þá tengingin við lesfimi? Lesfimi er í grunninn ekkert annað en lýsing á lestri og er lýsingin þrenns konar: Sjálfvirkni (hversu mikil athygli lesanda fer í það að lesa textann), nákvæmni (hversu nákvæmur lesturinn er) og hrynjandi (hversu rétt eða eðlilegt hljómfall og mótun hendinga við lestur er). Lýsing þessi er svo notuð til þess að lýsa lestri lesarans, samanber „lestur nemandans er fimlegur“ eða „lestur nemandans er stirðlegur“. Fimlegur
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=