Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 7 | 1. Inngangur Notkun lesfimi- og stuðningsprófanna gerir kennurum kleift að kortleggja með nokkuð nákvæmum hætti stöðu nemenda sinna í lestri og fylgjast með framförum milli mælinga. Notkun prófanna er valfrjáls og hefur notkun lesfimiprófsins frá upphafi verið mjög útbreidd í íslenskum grunnskólum. Vöxtur er í notkun stuðningsprófanna (orðleysulestur og sjónrænn orðaforði), þeim er ætlað að veita nánari upplýsingar um ástæður slaks gengis á lesfimiprófi en geta einnig nýst til að fylgjast með framförum í grunnaðferðum lestrar (hljóðaaðferð og orðmyndalestri). Matsrammi fyrir lesfimi, sem er í formi leiðsagnarmats, veitir síðan mikilvægar upplýsingar um stöðu hrynrænna þátta lesfiminnar. Saman veita þessi matstæki heildstæðar upplýsingar um stöðu hinnar tæknilegu hliðar læsis eða stöðu umskráningarinnar en hún, ásamt góðum málskilningi, er meginforsenda góðs lesskilnings. Í handbókinni verður fjallað um eðli, framkvæmd og samspil prófanna, hvernig greina má niður- stöður og nota þær til grundvallar lestrarkennslu fyrir einstaka nemendur eða heilan bekk og hvernig þær geta jafnframt legið til grundvallar árangursríku heildarskipulagi lestrarkennslu skóla.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=