Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 38 | 7. Í hnotskurn Með notkun lesfimi- og stuðningsprófanna gefst einstakt tækifæri til að safna mikilvægum gögnum um eina af meginstoðum læsis en góð lesfimi er önnur meginforsenda góðs lesskilnings. Við greiningu á niðurstöðum fæst góð yfirsýn yfir heildarstöðu lestrarfærni nemenda og dregur greiningin fram með skýrum hætti hvaða áherslur og viðfangsefni þurfa að vera í lestrarkennslu hverju sinni í bekk á öllum stigum grunnskólans og síðast en ekki síst hvaða nemendur það eru sem þurfa sérstaklega á aðstoð að halda. Þannig veitir greining á niðurstöðum áreiðanlegan efnivið þegar endurskoða á verkferla og læsisstefnu skóla, þegar forgangsraða þarf takmörkuðum gæðum og ákvarða áherslur í starfsþróun kennara svo dæmi séu tekin. Við gerð þessarar handbókar var leitast við að setja fram með skýrum hætti það sem kalla má hringrás mats og kennslu á grundvelli upplýsinga sem fást með notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils. Segja má að þeirri hringrás ljúki í raun aldrei eða ekki fyrr en allir nemendur hafa náð ásættanlegum árangri en það gerir miklar kröfur um vönduð vinnubrögð innan skóla. Marviss notkun upplýsinga sem fást með fyrirlögn á stöðluðu og óformlegu mati er grunnur að faglegu skólastarfi en allar mælingar, sem veita upplýsingar um stöðu nemenda, leggja skólum þá siðferðilegu skyldu á herðar að bregðast við niðurstöðum. Góður árangur í lestri og læsi næst aðeins með því að byggja á skýrum grunni og sameiginlegu átaki þar sem nemendur eiga ekki allt sitt undir „góðum kennara“ heldur átaki sem tryggir samræmdar aðgerðir í skólanum sem lúta að því að allir nemendur eigi möguleika á að ná framúrskarandi árangri í samræmi við forsendur sem hver og einn nemandi hefur (Steinunn Torfadóttir, 2011).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=