MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 37 | samtali eins og áður segir og bjóða forsjáraðilum upp á fræðslu sem gerir þá vel í stakk búna til að sinna bæði þjálfunarhlutverki sínu og að efla almennt læsi nemenda. Menntamálastofnun hefur gefið út efnið Samvinna um læsi en það er ætlað skólum sem vilja útbúa fræðslu fyrir foreldrahópinn sem er að stíga sín fyrstu skref í þjálfunarhlutverkinu. Í efninu er að finna ákveðna fyrirmynd að slíkri fræðslu sem skólar geta ýmist nýtt sér í heild eða að hluta, allt í samræmi við eigin áherslur og væntingar. Skólastjórnendur og kennarar eru hvattir til að nýta sér efnið, að hluta til eða öllu leyti, en með notkun þess myndast grundvöllur að samvinnu þar sem hlutverk og væntingar til samstarfsins eru skýrar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=