Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 34 | Tafla 7. Skipulag lestrarkennslu og lestrarstuðnings: Staða 3. bekkjar eftir septemberfyrirlögn. Viðmið Staða nemanda Umsjón lestrarkennslu Kennsluskipulag Mat/endurmat Umsjón þjálfunar og eftirfylgni Á eða yfir V2 Hæfni náð 0 nem./0%* Lestrarkennari Lestrarkennsla í bekk Skimunaráætlun skóla Foreldrar Lestrarkennari Milli V1 og V2 Á góðri leið 8 nem./42% Lestrarkennari Lestrarkennsla í bekk Skimunaráætlun skóla Foreldrar Lestrarkennari Rétt yfir og undir V1 Þarfnast þjálfunar 11 nem./58% Lestrarkennari Sérfræðingur Lestrarkennsla í bekk Lestrarstuðningur Skimunaráætlun skóla Lok stuðningslotu Foreldrar Lestrarkennari Sérfræðingur *Hér er um septemberfyrirlögn að ræða en viðmiðin kveða á um æskilegan árangur nemenda í maí. 6.2.1. Lestrarstuðningur Við skipulagningu stoðþjónustu getur verið gott að eyrnamerkja ákveðinn kennslustundafjölda lestrarstuðningi sem er hugsaður fyrir nemendur sem glíma við lestrarerfiðleika. Í lestrarstuðningi er gert ráð fyrir að unnið sé með nemendur á öllum stigum í lotum yfir skólaárið, ýmist út frá einstaklingsþörfum eða í litlum hópum en fyrirkomulagið þarf alltaf að taka mið af aldri og eðli vanda nemenda. Til að tryggja góða nýtingu ættu skólar að setja fram ákveðin skilyrði eða lýsingu varðandi nemendur sem fá lestrarstuðning. Skýrar línur í þeim efnum koma nemendum, foreldrum og öllum þeim sem koma að lestrarkennslu til góða. Þannig er komið í veg fyrir að nemendum sé vísað að óþörfu í lestrarstuðning, komið í veg fyrir ofvöxt stoðþjónustu og bjargráðum forgangsraðað í takt við raunverulega þörf. Góð og vönduð lestrarkennsla í bekk er árangursríkasta leiðin til að hjálpa langflestum nemendum og ætti lestrarstuðningur eingöngu að vera fyrir nemendur sem glíma við vanda sem ekki verður mætt inni í bekk. Þessir nemendur geta þó alla jafna haft ávinning af því að taka þátt í lestrarkennslu með bekkjarfélögum þar sem þeir geta notið stuðnings lengra kominna nemenda í gegnum aðferðir eins og K-PALS, G-PALS og PALS, kórlestur og endurtekinn lestur svo dæmi séu tekin. Möguleikar lítilla skóla til að bjóða upp á öfluga stoðþjónustu og þar af leiðandi lestrarstuðning eru oft takmarkaðri en stærri skólanna en á móti kemur að árgangar eru oft litlir og nemendur í hverjum bekk fáir. Þetta gerir kennurum kleift að koma vel til móts við einstaklingsbundnar þarfir nemenda en áskoranirnar geta engu að síður verið margar og því er sveigjanleiki í kennslufyrirkomulagi og góð samvinna kennara ákaflega mikilvæg. Kennsla nemenda með lestrarerfiðleika er vissulega krefjandi en það er skylda kennara og annars fagfólks í skólum að bregðast rétt við stöðu nemenda og leita aðstoðar annarra ef þekking eða hæfni er ekki til staðar. 6.2.2. Viðfangsefni lestrarkennslu Megintilgangur námsmats er að hjálpa kennurum að ákvarða næstu skref í kennslu á grundvelli gagnanna sem þeir hafa aflað um stöðu nemenda. Á fyrstu stigum lestrarnáms er meginviðfangsefni nemandans að ná tökum á hljóðaaðferðinni, að leggja grunninn að aukinni lesfimi, að

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=