Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 32 | hann ekki bíða t.d. þar til greining liggur fyrir heldur verður að hefjast handa strax á grundvelli formlegs og óformlegs mats sem fer reglulega fram í skólum. Afleiðingar lestrarvanda, sem ekki er ráðin bót á, geta verið námslegar, efnahagslegar og félagslegar og því verða skólar að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða nemendur við að ná fullnægjandi árangri eða þeim árangri sem þeir hafa forsendur til að ná. Greiningin sem birtist í vinnuskjalinu gefur góða mynd af því hvernig samspili lesfimi- og stuðningsprófanna getur verið háttað. Rýni í niðurstöður eru mikilvægt innlegg við að ákvarða áherslur í kennslu eða stuðningi fram að næsta lesfimimati og hvort aðferðir eða nálgun í kennslu hafa borið árangur eða ekki. Þannig eru greining og nýting gagna lykillinn að faglegri lestrarkennslu og forsenda þess að hægt sé að tryggja nauðsynlegar framfarir í lestrarnámi allra nemenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=