MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 31 | Nemendur sem þurfa á lestrarstuðningi að halda Í þessum bekk eru fjórir nemendur sem sýna afar slaka frammistöðu á lesfimi- og stuðningsprófum. Í niðurstöðum stuðningsprófanna fyrir þessa nemendur koma fram vísbendingar um töluverða erfiðleika og líklegt að lestrarnám þeirra hafi gengið hægt og erfiðlega frá upphafi skólagöngu. Tafla 6. Staðan eftir mat á lesfimi í september: Nemendur sem þurfa lestrarstuðning. Nafn V1 V2 Lesfimi Lestur orðleysa Sjónrænn orðaforði Andri 55 100 19 Neðri mörk/veikleiki Neðri mörk/veikleiki Gestur 55 100 9 F. neðan meðalt./veikleiki Neðri mörk/veikleiki Ingimar 55 100 11 F. neðan meðalt./veikleiki F. neðan meðalt./veikleiki Rán 55 100 11 Neðri mörk/veikleiki Neðri mörk/veikleiki Þar sem engar viðbótarupplýsingar liggja fyrir sem gætu varpað skýrara ljósi á ástæður slaks gengis á prófunum, s.s. saga eða námsframvinda þessara nemenda, er varasamt að draga of miklar ályktanir um raunverulega stöðu þeirra hér. Vanda þarf sérstaklega til verka þegar taka á ákvörðun um næstu skref í kennslu og þar sem þessir nemendur eru komnir í 3. bekk er löngu orðið ljóst að þeir þurfa á stuðningi að halda og hafa að öllum líkindum fengið hann. Þar sem bekkjarkennarar hafa alla jafna lítið svigrúm til að koma til móts við þarfir nemenda með mikla lestrarerfiðleika þarf sérkennari/læsisfræðingur að leggja fyrir og rýna í niðurstöður prófanna og annarra fyrirliggjandi gagna og skipuleggja kennslu- og þjálfunaráætlun fyrir hvern nemanda sem þeir fylgja svo eftir með aðkomu umsjónarkennara og forsjáraðila. Það verður ekki tæpt á því nægilega oft hversu mikilvægt það er að veita nemendum, sem á þurfa að halda, snemmbæran stuðning eða um leið og ljóst er í hvað stefnir. Bakgrunnsupplýsingar og niðurstöður mats í leikskóla geta strax gefið vísbendingar um að barn muni eiga í erfiðleikum með lestrarnám og við lok 1. bekkjar liggja fyrir margvísleg gögn sem eru mikilvægt innlegg þegar fá á heildarmynd af forsendum barna til lestrarnáms. Þessi gögn eru m.a.: • niðurstöður úr Hljóm-2 og aðrar athuganir leikskóla • niðurstöður stafakönnunar við upphaf 1. bekkjar og þegar stafainnlögn er lokið • niðurstöður úr Leið til læsis – lesskimun fyrir 1. bekk en henni fylgir einnig gátlisti þar sem hægt er að safna saman bakgrunnsupplýsingum um nemandann • niðurstöður úr lesfimi- og stuðningsprófum ef nemendur hafa næga hæfni til að taka prófin • aðrar óformlegar athuganir kennara • framvinda lestrarnáms hjá nemanda í samanburði við bekkjarfélaga Allar þessar upplýsingar geta hjálpað kennurum að átta sig snemma á forsendum barna til lestrarnáms og skólastjórnendum til að forgangsraða stoðþjónustu þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að lestrarvandi hamli eðlilegri námsframvindu þessara nemenda á meðan á grunnskólanámi stendur. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á gildi snemmbærs stuðnings og því má
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=