Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 30 | sé áþekk ef horft er til þróunar lestrar og gætu því allir haft gagn af aðferðum endurtekins lestrar til að efla sjónrænan orðaforða og leggja grunn að aukinni lesfimi. Þessir nemendur gætu því haft gagn af sams konar kennslu, þjálfun og eftirfylgni og hópurinn sem þarf á sérstakri lesfimiþjálfun að halda en það kæmi í hlut hvers kennara að meta hvað væri vænlegast til árangurs út frá fyrri reynslu og þekkingu hans á stöðu hvers nemanda. Nemendur sem þurfa sérstaka lesfimiþjálfun Hér hefur verið tekin ákvörðun um að eftirfarandi nemendur fái sérstaka lesfimiþjálfun tímabundið eða jafnvel fram að næsta lesfimimati. Nánari rökstuðningur kemur í kjölfar töflunnar. Tafla 5. Nemendur sem þurfa sérstaka lesfimiþjálfun eftir mat á lesfimi í september. Nafn V1 V2 Lesfimi Lestur orðleysa Sjónrænn orðaforði Cesar 55 100 31 Meðaltal eða ofar Meðaltal eða ofar Freyja 55 100 50 Meðaltal eða ofar Meðaltal eða ofar Hrund 55 100 42 Meðaltal eða ofar Neðri hluti mt./innan marka Joakim 55 100 30 Meðaltal eða ofar Meðaltal eða ofar Lárus 55 100 30 Meðaltal eða ofar Meðaltal eða ofar Unnur 55 100 52 Meðaltal eða ofar Meðaltal eða ofar Cesar, Joakim og Lárus Staða Cesars, Joakims og Lárusar er mjög sambærileg. Þrátt fyrir að niðurstöður þeirra á stuðningsprófunum séu góðar eru þeir enn töluvert undir viðmiði 1 eða sem nemur 24 og 25 o. á m. Staða hljóðaaðferðar og sjónræns orðaforða sýnir að forsendur til að ná meiri sjálfvirkni við lestur eru góðar og líklegt að þeir geti auðveldlega komist í grennd við viðmið 2 áður en skólaárinu lýkur ef þjálfun er markviss og henni fylgt vel eftir af skóla og heimili. Freyja og Unnur Freyja er aðeins fimm o. á m. undir viðmiði 1 og Unnur er þremur orðum undir. Þær eru því betur settar en drengirnir þrír. Báðar sýna góða frammistöðu á stuðningsprófunum svo þær hafa, að öllum líkindum, góðar forsendur til að auka leshraða sinn. Þeim þarf því að fylgja vel eftir með sérstakri, tímabundinni þjálfunaráætlun fram að næsta mati til að auka líkur á að þær komist í grennd við eða nái viðmiði 2 fyrir lok skólaárs. Hrund Hrund hefur náð góðum tökum á hljóðaaðferðinni en niðurstöður á prófinu sem metur sjónrænan orðaforða benda til veikleika í aðferðinni. Veikleikarnir geta t.d. verið fólgnir í því að Hrund þekkir ekki orðmyndirnar á nægilega sjálfvirkan hátt eða þá að lestrarlagið er ekki nægilega gott þar sem hún flýtir sér við lesturinn og gerir margar villur. Ef lestur orðmyndanna er ekki nægilega sjálfvirkur þarf að þjálfa hann til að efla sjónræna orðaforðann en ef lestrarnákvæmnin er ekki nægileg þarf að leggja áherslu á að Hrund lesi öll orð rétt og nákvæmlega til að fækka villum við lestur svo merking orðmynda komist rétt til skila.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=