Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 29 | Nemendur sem fylla dálkinn Lesfimiþjálfun eru nemendur sem hafa náð tökum á hljóða- aðferðinni en fá slakar niðurstöður á prófinu sem metur sjónrænan orðaforða. Þessir nemendur þurfa að efla sjónrænan orðaforða sinn, t.d. með aðferðum endurtekins lestrar, til að leggja grunninn að aukinni lesfimi þar til þeir hafa náð vel upp fyrir viðmið 1. Í dálkinn Stuðningur setur kennari nemendur sem eru með veikleika í hljóðaaðferð og þurfa að ná betri tökum á aðferðinni. Þessir nemendur fá í flestum tilvikum einnig slakar niðurstöður á prófinu sem metur stöðu sjónræns orðaforða þar sem góð kunnátta við beitingu hljóða- aðferðar er forsenda þess að sjónrænn orðaforði get myndast (er þó ekki algilt). Ástæður fyrir slöku gengi geta verið margvíslegar og mikilvægt að skoða vel hvað getur legið að baki því að nemendur ná ekki tökum á aðferðinni. Í síðasta dálkinn geta kennarar skráð hjá sér athugasemdir af ýmsu tagi, það sem þeir telja mögulega skýringu á slöku gengi eða minnisatriði varðandi einstaka nemendur. 5.2.4. Túlkun á niðurstöðum og viðbrögð Í þessum bekk eru alls 19 nemendur og leiðir greining í ljós að framvinda lestrarnáms er á réttu róli hjá átta nemendum (vel yfir viðmiði 1 og í grennd við og yfir landsmeðaltali), sex nemendur eru með grunnaðferðir í lagi en þurfa tímabundið á að halda sérstakri lesfimiþjálfun og eftirfylgni umfram hefðbundinn heimalestur og fjórir nemendur þurfa á lestrarstuðningi að halda. Ekki liggja fyrir gögn um nemandann Stefán en fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Vera má að hann hafi ekki nægilega lestrarfærni til að glíma við aldurssvarandi próf vegna frávika sem koma í veg fyrir þátttöku í prófinu og þá þarf að meta stöðu hans með öðrum hætti (sjá kafla 2.5.3. um Mat á lesfimi fyrir nemendur með lestrarerfiðleika og önnur frávik). Í vinnuskjalinu eru nemendur flokkaðir í fjóra hópa út frá almennri stöðu nemenda á þessum aldri og er mögulegum viðfangsefnum hvers hóps lýst þar í grófum dráttum. Fjallað verður stuttlega um þá nemendur sem hafa þegar náð góðum tökum á grunnaðferðum lestrar og eru yfir viðmiði 1 en ítarlegri greining verður gerð á niðurstöðum nemenda sem þurfa sérstaka lesfimi- þjálfun og stuðning. Nemendur nær viðmiði 2 og yfir Kara, María, Olga og Pétur Þrátt fyrir að sjálfvirkni lestrar sé góð miðað við aldur þarf að huga að lestrarnákvæmninni og öðrum þáttum lesfiminnar með markvissum hætti (sjá umfjöllun um matsramma fyrir lesfimi í kafla 3.3. og Matsrammi fyrir lesfimi: Leiðbeiningar um notkun á Læsisvefnum). Þjálfa þarf alla þætti nægilega vel þannig að lestur sé ekki aðeins sjálfvirkur og nákvæmur heldur einnig tjáningarríkur og hljómfall og mótun hendinga í samræmi við efni texta. Ef lestur er nákvæmur og öruggur þurfa þessir nemendur ekki að tvílesa texta þegar þeir æfa lestur heima. Huga þarf að fjölbreyttum verkefnum í lestri og ritun sem hæfa aldri og getu hópsins. Nemendur nær viðmiði 1 en viðmiði 2 Bergey, Daria, Elvar og Nökkvi Þrátt fyrir að þessir nemendur séu komnir yfir viðmið 1 er leshraði þeirra ekki mikið meiri en leshraði Freyju og Unnar sem eru enn rétt undir viðmiði 1. Segja má að staða þessara nemenda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=