MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 27 | 5.2. Greining og túlkun á niðurstöðum Þegar búið er að leggja prófin fyrir er mikilvægt að kennarar setji niðurstöður allra prófa í samhengi til að geta glöggvað sig á stöðu einstakra nemenda og stöðu bekkjarins/árgangsins í heild. Saman leggja þessar upplýsingar grunninn að skipulagi lestrarkennslu og lestrarstuðnings fram að næsta lesfimimati og gera kennurum betur kleift að bregðast við stöðu einstakra nemenda/bekkjar með markvissum hætti þar til mat fer næst fram. 5.2.1. Vinnuskjal til greiningar og túlkun á niðurstöðum Sérfræðingar Menntamálastofnunar hafa í samvinnu við nokkra grunnskóla mótað vinnuskjal sem hægt er að nota til að taka niðurstöður lesfimi- og stuðningsprófanna saman og öðlast yfirsýn yfir stöðu einstakra nemenda, bekkjar/árgangs og skóla. Það skal tekið fram að við greiningu og túlkun á niðurstöðunum hér er aðeins stuðst við niðurstöður mælinganna þar sem ekki liggja fyrir aðrar bakgrunnsupplýsingar um nemendur eða þær upplýsingar sem kennarar hafa alla jafna á reiðum höndum og geta notað þegar ákvarða á næstu skref í lestrarkennslunni. Fremst í skjalinu er að finna dæmi um greiningu en fyrir valinu varð greining á niðurstöður 3. bekkjar í september 2020, sbr. mynd 11. Á þessu stigi lestrarnáms er enn töluverð þörf á að leggja stuðningsprófin fyrir og því heppilegt að taka dæmi úr bekk á yngsta stigi. Niðurstöður eru raunverulegar en nöfn og upplýsingar í athugasemdadálki eru skálduð. Mynd 11. Dæmi um greiningu á niðurstöðum 3. bekkjar í september.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=