Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 26 | Líkanið á mynd 10 endurspeglar hvernig samspili lesfimi- og stuðningsprófanna ætti alla jafna að vera háttað en mikilvægt er að hafa í huga að ekkert líkan getur með fullkomnum hætti náð utan um alla nemendur. Því þurfa kennarar einnig að styðjast við reynslu sína og þekkingu af vinnu með nemendum við túlkun á niðurstöðum og þegar ákvörðun er tekin um það með hvaða hætti brugðist er við þeim. Mynd 10. Samspil lesfimi- og stuðningsprófa. Ef nemandi fær slaka niðurstöðu á lesfimiprófi (undir viðmiði 1 eða rétt yfir) liggur beint við að kanna stöðu hljóðaaðferðar fyrst með mati á lestri orðleysa en góð þekking á hljóðaaðferð er forsenda þess að nemendur geti náð tökum á umskráningu og öðlast sjónrænan orðaforða. Ef veikleikar koma fram í hljóðaaðferðinni er mikilvægt að kanna sjálfvirkni þekkingar nemandans á tengslum bókstafs og hljóðs. Á Læsisvefnum er að finna stafakönnun sem kennarar geta notað til að kanna bókstafsþekkingu nemenda sinna og í 8. kafla Leið til læsis – handbók hefur Helga Sigurmundsdóttir skrifað aðgengilegan kafla um umskráningu sem gefur góða hugmynd um eðli hennar og hvernig hægt er að nálgast kennslu hljóðaaðferðarinnar (Helga Sigurmundsdóttir, 2011, bls. 85-92). Ef nemandi er undir viðmiði 1 á lesfimiprófi en fær ásættanlega niðurstöðu við lestur orðleysa má gera ráð fyrir að hann hafi náð tökum á hljóðaaðferðinni. Þá þarf að leita skýringar með því að leggja fyrir hann prófið sem metur sjónrænan orðaforða. Líklegt er að yfirleitt verði nokkurt samræmi milli niðurstöðu á lesfimiprófi og á prófinu sem metur sjónrænan orðaforða þar sem prófin meta sambærilegar hugsmíðar en slök niðurstaða við lestur sjónræns orðaforða gefur vísbendingar um að nemandi þurfi aukna þjálfun með endurteknum lestri til að geta lesið fleiri orðmyndir með sjálfvirkum hætti og lagt þannig grunninn að aukinni lesfimi. Í Leið til læsis – handbók má lesa nánar um kenningu Ehri um myndun sjónræns orðaforða (Helga Sigurmundsdóttir, 2011, bls. 25-26) og á Læsisvefnum er einnig að finna umfjöllun og aðferðir sem gefa eflt sjónrænan orðaforða nemenda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=