MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 25 | Tafla 4. Notkun Lesferils í skólastarfi. Lesfimi Lestur orðleysa Sjónrænn orðaforði Stafakönnun Lesskimun Matsrammi fyrir lesfimi 1. bekkur september x * október * janúar x x x * maí x x* x* * + 2. bekkur september x x* x* * + janúar x x* x* * + maí x x* x* * + 3. bekkur september x x* x* * + janúar x x* x* * + maí x x* x* * + 4. bekkur september x x* x* * + janúar x x* x* * + maí x x* x* * + 5.-10. bekkur september x x* x* * + janúar x x* x* * + maí x x* x* * + x = Mat lagt fyrir alla nemendur. x* = Mat lagt fyrir nemendur sem sýna slaka færni á lesfimiprófi en það eru nemendur undir og rétt yfir viðmiði 1. Matið er lagt fyrir þar til viðunandi árangur næst og/eða þar til skýring er komin á slöku gengi eða litlum framförum í lestri. Hafi nemandi farið í formlega lestrargreiningu er e.t.v. ekki þörf á fyrirlögn stuðningsprófa. Það er í höndum kennara að ákveða það en notkun stuðningsprófanna getur veitt nýrri upplýsingar um stöðu færninnar sem stuðningsprófin meta. * Leggja ætti stafakönnun og léttan lestexta fyrir alla nemendur sem eru að hefja nám í 1. bekk til að meta mögulega lestrarkunnáttu eftir leikskólavist. Skipulag lestrarkennslu þarf að taka mið af heildarstöðu nemendahópsins, byggja á þeirri kunnáttu sem er fyrir hendi svo tíminn í lestrarkennslu sé nýttur vel. Mikilvægt er að leggja stafakönnunina fyrir þar til nemandi hefur náð fullum tökum á tengingu bókstafs og hljóðs. Ef eldri nemendur fá slaka niðurstöðu við lestur orðleysa getur ástæðan verið óöryggi við tengingu bókstafs eða ritháttarmynstra við hljóð eða að þessi tenging er ekki nægilega sjálfvirk og þá þarf að bæta úr því. + Sjá kafla 3.3. um matsrammann.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=