Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils

MIÐSTÖÐ MENNTUNAR OG SKÓLAÞJÓNUSTU 2024 | 23 | 4.4. Birting á niðurstöðum stuðningsprófa í Skólagátt Frammistaða nemenda á stuðningsprófum eru settar fram í mælitölum og hverju mælitölubili fylgir lýsing sem gefur til kynna stöðu á kvarða ásamt samanburði við frammistöðu jafnaldra. Notkun mælitalna gerir kennaranum kleift að túlka og bera saman niðurstöður á mismunandi prófum og prófútgáfum þegar sama próf er notað hjá mörgum aldurshópum. Í töflu 3 gefur að líta staðlaðan túlkunarramma sem unnt er að tengja við stigatölur á ólíkum mælitækjum (Sigurgrímur Skúlason, 2020, bls. 104; Sigurgrímur Skúlason, Auðun Valborgarson og Guðbjörg R. Þórisdóttir, 2021, bls. 11) en lýsingin auðveldar skilning á stöðu nemenda sem falla inn á tiltekin mælitölubil. Tafla 3. Almenn viðmið um túlkun mælitalna. Mælitala Lýsing Almenn túlkun niðurstöðu 1 til 3 Neðri mörk kvarða Veikleiki miðað við jafnaldra 4 til 6 Fyrir neðan meðaltal Veikleiki miðað við jafnaldra 7 til 8 Neðri hluti meðaltals Innan eðlilegra marka 9 til 11 Meðaltal Innan eðlilegra marka 12 til 13 Efri hluti meðaltals Innan eðlilegra marka 14 til 16 Fyrir ofan meðaltal Styrkur miðað við jafnaldra 17 til 19 Efri mörk kvarða Styrkur miðað við jafnaldra (Byggt á Flanagan og Kaufman, 2009; Sattler, 2018.) Eins og tafla 3 gefur til kynna þarf að huga sérstaklega að færni nemenda sem fá mælitölur á bilinu 1-6 en prófin veita vísbendingar um vanda og að skoða þurfi nálgun í kennslu og þjálfun betur. Mynd 8. Dæmi um framsetningu á niðurstöðum stuðningsprófs í Skólagátt. Ef stuðningsprófin hafa verið lögð fyrir nemendur þarf að gera grein fyrir niðurstöðum þeirra samhliða skilum á lesfimimati. Útskýra þarf fyrir foreldrum hvaða hugsmíðar stuðningsprófin meta, samspil þeirra við lesfimi og hvernig erfiðleikar í grunnþáttum lestrar geta haft áhrif á frammistöðu nemenda í lestri. Með notkun stuðningsprófanna fást því meiri upplýsingar sem geta veitt nemendum og foreldrum nokkra skýringu á því hvers vegna nemendum getur sóst lestrarnámið hægar en öðrum. Frekari upplýsingar um túlkun á niðurstöðum stuðningsprófa er að finna í Túlkun á niðurstöðum stuðningsprófa í Lesferli: Aldursviðmið fyrir Orðleysulestur og Sjónrænan orðaforða (Sigurgrímur Skúlason, Auðun Valborgarson og Guðbjörg R. Þórisdóttir, 2021).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=